Piparkökur er nú eitt af því sem fær mig til að hlakka til jólanna, að baka þær, borða þær og skreyta þær.
Hér er ein uppskrift af piparkökum.

Piparkökur
270 g hveiti
150 g sykur
150 g smjörlíki
150 g síróp
½ tsk. kanill
½ tsk. negull
1/4 tsk. engifer
1/4 tsk. lyftiduft
1 tsk. vatn
hn.odd salt
1 stk. egg


Hafið öll hráefni við sama hitastig, setjið þau í hrærivélarskálina og vinnið rólega saman. Setjið í plastpoka og geymið í kæli yfir nótt. Rúllið út og skerið út eftir einhverjum fínum mótum. Bakið við 180° í ca. 10 mín., en það fer mikið eftir hversu þykkt er rúllað. Þetta deig er ekki gott fyrir piparkökuhús þar sem það er svolítið laust í sér og hefur því litla burði, en bragðast mjög vel.

Kv. Hallat