Hráefni:
800 g beinlausar kjúklingabringur
1/4 dl ólífuolía
1/4 dl sítrussafi (lime)
1 msk. mjög smátt saxaður laukur
1/2 tsk. salt
1/4 tsk. pipar
1/4 tsk. saffran, fínt mulið
1/2 msk. vatn
8 ferskir litlir tómatar
1/2 msk. smjör
4 stk. grillpinnar
300-400 g grænmeti: kínakál og
græn vínber
300 g Tilda hrísgrjón
Matreiðsla:
Kjúklingabringurnar eru skornar í u.þ.b. 50 g bita og þræddar upp á pinnana. Blandið saman í skál, olíu, sítrussafa, lauk, salti og pipar. Saffran er blandað saman við vatnið sem síðan er blandað saman við sítrusblönduna. Setjið kjúklinginn á grillið og penslið með blöndunni. Þegar kjúklingurinn hefur verið grillaður í 10-15 mínútur eru tómatarnir þræddir upp á pinnana og grillaðir í u.þ.b. 10 mínútur til viðbótar. Penslið nú með smjörinu.
Meðlæti
Hrísgrjón og afgangurinn af heitri kryddblöndunni ásamt kínakáli og grænum vínberjum.
Ég vona að þetta eigi eftir að bragðast vel.
RoNNs,#35 has spoke:)