Hráefni:
175g þurrkaðar apríkósur
125g (eitt glas) rauð kokteilber
125g (eitt glas) græn kokteilber
50g sveskjur
175g rúsínur
1 dl viskí eða appelsínusafi
150g smjör
150g púðursykur
3 egg
225g hveiti
1 tsk lyftiduft
100g möndlur, saxaðar
rifinn börku af 1 appelsínu og 1 sítrónu
Skraut:
Valhnetur, hestilhnetur eða möndlur
Epla eða rifsberjahlaup
Framkvæmd:
Saxið apríkósurnar, sveskjurnar og kokteilberin (takið nokkur frá til skrauts). Setjið í skál ásamtrúsínum og hellið viskí yfir. Látið standa í sólarhring.
Þeytið vel saman smjör og sykur. Bætið eggjumút í, einu í einu, og hrærið vel á milli.
Sigtið saman hveiti og lyftiduft. Hrærið ávextina saman við. Blandið saman við eggjhræruna ásamt vökvanum, söxuðum möndlum og rifnum apeelsínu- og sítrónuberki. Bætið við örlitlu viskí eða appelsínusafa ef deigið verður of þurrt.
Setjið í velsmurt 20 cm smelluform, sléttið yfirborðið og raðið heilum valhnetum, hedtilhnetum og möndlum fallega ofan á, skiljið eftir hring í miðjunni.
Bakið í 170 gráðu heitum ofni, fyrst einn klukkutíma, setjið svo bökunarpappír yfir og bakið áfram í 1,5 klukktíma.
Kælið kökuna og raðið kokteilberjum í hringinn í miðjunni. Hitið hlaupið með 1msk af viskí og penslið ofan á kökun. Pakkið henni inn í álpappír og svo plast og geymið í ísskáp í nokkrar vikur. Gott er að vökva kökuna með einhverju öðru en viskí.
Grænmetislasagne
300 gr niðursoðnir tómatar
190 gr sveppir
1 3/4 dl rjómi/mjólk
150 gr piparostur
3/4 stk brokkolí
1/4 stk hvítlaukur
1/4 stk laukur
Barilla grænar lasagneplötur
brauðostur
italian sesoning ólífuolía
smjör, hveiti, mjólk
steinselja
Matreiðsla
Gufusjóðið brokkolíð í nokkrar mín, steikið laukinn og hvítlaukinn í ólífuolíu (ekki brúna). Takið laukinn af og steikið sveppina. Bætið brokkolíinu, lauknum og tómötunum á pönnuna og kryddið með italian seasoning. Hellið helmingnum af rjómanum og látið krauma í smástund.
Sósa
Bræðið 4 msk af smjörva í potti og bætið 1 dl hveiti útí, hrærið stöðugt í á meðan.
Bætið 1/2-1 lítra af mjólk varlega útí, hrærið á meðan, setjið 1/2 piparost útí, nokkur rif af mörðum hvítlauk og steinselju. Látið suðuna koma upp.
Aðferð
Raðið lögunum í eldfast mót þ.e. ostasósa, plötur, ostasósa, grænmetissósa, plötur, ostasósa, grænmetissósa o.s.frv.
Þekið efstu plöturnar með ostasósu og rifnum osti, 1/2 piparosti og jafnt af brauðosti.
Hellið afgangnum af rjómanum/mjólkinni yfir
Bakið við 200° í 45 mín með álpappír yfir og u.þ.b. 15.mín án álpappírs.
Snittubrauð
3 dl volgt vatn
½ pakki þurrger eða 25 gr pressuger
2 tsk salt
1 msk matarolía
½ kg hveiti
Gerið leyst upp í vatninu á venjulegan hátt. Salti, olíu og hveiti blandað saman við. Deigið hnoðað vel. Látið lyfta sér um helming undir klút í 1 klst. Deigið slegið niður og skipt í þrennt. Búin til sívöl lengja út hverjum hluta af svipaðri lengd og bökunarplatan. Látið lyfta sér á ný í um 45 mín. Um 1 cm djúpur skurður skorinn eftir hverju brauði endilöngu, og þau síðan smurð með eggi.
Brauðin bökuð í 15-20 mín við 225°C. Mót með vatni látið standa í ofnbotninum.
Kjúklingur með brúnuðum hrísgrjónum
Hráefni
1 kg kjúklingabitar
1 msk. matarolía
1/2 tsk. paprikukrydd
1/2 tsk. salt
2 dl hrísgrjón
100 gr gulrætur
1/4 tsk. engifer
Matreiðsla
Hitið ofninn í 200°C. Blandið saman olíu og kryddi og penslið kjötbitana. Raðið þeim með kjöthliðina niður í smurt eldfast mót. Steikið í ofni í 10 mínútur, snúið síðan bitunum og steikið í 20 - 25 mínútur.
Látið grjónin þurr í þurrt stórt mót efst í ofninn um leið og kjúklinginn og brúnið í 8-10 mínútur. Hreinsið gulrætur og skerið í sundur. Losið grjónin í minna eldfast mót. Blandið gulrótum, salti og engifer saman við og síið kjúklingasoðið yfir. Látið í ofninn við hliðina á kjúklingnum eða neðst í ofninn og bakið í 25 mínútur.
Berið þetta svo fram með grænmetissalati og sýrðum rjóma.
Ég elskaig