Hér er uppskrift af sörum sem einhver var að falast eftir,ég bakaði svona kökur um helgina með mömmu og fleirum úr fjölskyldunni og mæli alveg 100% með því að baka þetta svona í samvinnu því að þetta er svo mikil handavinna og tekur það langan tíma að það er bæði þægilegra og skemmtilegra að gera þetta í félagi.

Við gerðum 4 uppskriftir(eina á mann) og minn hluti var tæplega 50 kökur sem eru farnar beina leið í frystinn og verða algerar sparispari….það er verst ef að maður tímir ekki að borða þær ;)

en hér er upskriftin:

Sörur

400 g fínmalaðar möndlur
6 dl flórsykur
5 eggjahvítur

Blandið saman möndlum og flórsykri. Stýfþeytið eggjahvítuna og blandið möndlu/sykrinum saman við. Bakið við 180°C í u.þ.b. 15 mín.


Krem:
1 dl sterkt kaffi
1 msk hveiti
1 eggjarauða
125 g mjúkt smjör
1/2 dl sykur
1/2 tsk vanillusykur
250 g hjúpsúkkulaði

Sjóðir saman kaffið og hveitið þar til það þykknar og kælið. Blandið eggjarauðunni við kaffiþykknið. Hrærið saman smjör, sykur og vanillusykur þar til blandan verður létt og ljós en þá er kaffikreminu blandað saman við.

þegar kökurnar eru búnar að kólna þá er kreminu smurt á og það látið kólna vel,að lokum er svo hjúpað yfir kremhlutann með hjúpsúkkulaði(betra að nota hjúpsúkkulaði en suðusúkkulaði)

Best að geyma í frysti eða amk. kæli.

góða skemmtun :)
harpajul
Kveðja