820g hveiti
4 tsk. þurrger, sléttfullar (1 bréf)
1 tsk. lyftiduft, sléttfull
2 tsk. salt, sléttfullar
100 g smjör
1-1/2 dl mjólk, ylvolg
1-1/2 dl vatn, ylvolgt
150 g beikon í strimlum, þurrsteikt og hakkað
70 g svartar ólífur, sneiddar
70 g gænar ólífur, sneiddar
4 stk. egg
100 g parmigiano ostur
Hrærið gerið saman við ylvolga mjólkina, látið standa í fimm mínútur. Öllum þurrefnum blandað saman með hnoðaranum. Bætið öllum vökva saman við ásamt eggi og beikoni og ólífum. Hnoðið deigið í 5 mín. Takið úr skálinni, mótið í snittubrauð og skerið síðan í 2 cm þykkar sneiðar (hleifa). Þetta ættu að verða 15-20 hleifar, um 40 g á þyngd. Látið hefast í 20 mínútur við stofuhita. Stráið rifnum parmigiano osti yfir brauðið og bakið við 200°C í 20 mínútur. Skvettið 1 dl af vatni í ofninn um leið og baksturinn hefst.
njótð vel