500 g hveiti
100 g heilhveiti
4 tsk. þurrger, sléttfullar (eitt bréf)
1 tsk. lyftiduft, sléttfull
4 msk. sykur, sléttfullar
70 g smjör
1-1/2 dl mjólk, ylvolg
1-1/2 dl vatn, ylvolgt
1 dl súrmjólk
100 g mozarellaostur
1 stk. egg
100 g pepperoni
2 msk. grænn pipar, niðurlagður, steyttur

Leysið gerið upp í mjólkinni. Látið standa í 5 mín. Blandið öllum þurrefnum saman í skál, bætið síðan gerblöndu, súrmjólk, vatni, smjöri, eggi, rifnum osti, pipar og pepperoni í strimlum saman við. Hnoðið í 5 mínútur. Mótið snittubrauð og skerið niður í 15-20 stk. 2 cm þykkar sneiðar eða hleifa. Setjið á smurða bökunarplötu, skerið tvær raufar í hvern hleif og látið hefast við stofuhita í 20 mínútur. Bakið við 200°C í 20 mínútur. Gott er að skvetta 1 dl af vatni í ofnbotninn um leið og ofninum er lokað.

njótið vel