En ég ætla að gerast svo djörf að setja uppskriftina hérna fyrir neðan og þið megið endilega tjá ykkur ef þið hafið prófað að baka þetta eða finnst eitthvað vanta.
Kveðja simaskra.
Hvellir (Nói-Siríus 2002)
5 dl hveiti
1/4 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 1/4 tsk púðursykur
1 1/4 tsk sykur
2 dl mjúkt smjör
1 stórt egg
2 tsk vanilludropar
3 dl Rice Crispies
150 g Siríus rjómasúkkulaði með hrískúlum
Hitið ofninn í 180°C. Blandið saman hveitinu, saltinu og matarsódanum í skál. Setjið púðursykurinn og sykurinn í hrærivélarskál og blandið vel saman. Setjið smjörið útí ásamt vanilludropunum og hrærið vel. Hrærið Rice Crispies varlega út í með sleif, saxið súkkulaðið og setjið það að lokum saman við. Setjið deigið með teskeið á plötu (með bökunarpappír á) og bakið í 18-20 mínútur.
Kveðja simaskra