Varúð vondar smákökur!! Úff ég prófaði að baka eina smákökuuppskrift úr nýja Nóa-Siríus bæklingnum og ég varð vægast sagt fyrir miklum vonbrigðum!! Smákökurnar heita Hvellir og uppskriftin hljómar rosalega vel en kökurnar eru bara ekki góðar, þurrar og eitthvað hrikalegt eftirbragð. Mér fannst reyndar þegar ég var að baka hana að það vantaði eitthvað, eins og einhverja smá bleytu til dæmis… annars veit ég ekki. Ég efast um að þetta hafi verið hráefnið þar sem ég keypti allt nýtt í baksturinn. Þetta var allavega mjög grautfúlt fannst mér :(

En ég ætla að gerast svo djörf að setja uppskriftina hérna fyrir neðan og þið megið endilega tjá ykkur ef þið hafið prófað að baka þetta eða finnst eitthvað vanta.

Kveðja simaskra.


Hvellir (Nói-Siríus 2002)

5 dl hveiti
1/4 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 1/4 tsk púðursykur
1 1/4 tsk sykur
2 dl mjúkt smjör
1 stórt egg
2 tsk vanilludropar
3 dl Rice Crispies
150 g Siríus rjómasúkkulaði með hrískúlum

Hitið ofninn í 180°C. Blandið saman hveitinu, saltinu og matarsódanum í skál. Setjið púðursykurinn og sykurinn í hrærivélarskál og blandið vel saman. Setjið smjörið útí ásamt vanilludropunum og hrærið vel. Hrærið Rice Crispies varlega út í með sleif, saxið súkkulaðið og setjið það að lokum saman við. Setjið deigið með teskeið á plötu (með bökunarpappír á) og bakið í 18-20 mínútur.
Kveðja simaskra