nammi namm…

óhollt og ýkt gott.

beikon
rækjur
orly-deig:
3 dl. pilsner (má vera vatn)
2 msk sykur
hveiti til að þykkja með
salt & pipar
eggjarauða
eggjahvíta

öllu blandað saman nema eggjahvítunni. á að vera álíka þykkt og vöffludeig. látið standa í 1 klst. eggjahvítan er stífþeytt rétt áður en farið er að steikja. beikonsneiðarnar eru skornar í tvennt á ská. nokkrar rækjur settar á sneiðarnar og rúllað upp. velt upp úr hveiti og sett í deigið og djúpsteikt.
gott er að bera fram með þessu hrísgrjón og súrsætasósu.

það er hægt að djúpsteikja í djúpri pönnu eða venjulegum potti. ef það steikist hægt er um að gera að setja lok á í smá stund og leyfa feitinni að hitna betur.

þetta er alveg rosalega einfalt og gott. ég hvet alla hugara til að prófa.

kv. forynja
“let's build more cars so we can drive away before we choke…”