Fékk þessa uppskrift fyrir nokkrum árum.

1/2 rauðkálshöfuð
handfylli af lambhagasalati
1 grænt epli
30 gr ristaðar furuhnetur
1/2 dalabrie-ostur

Skerið rauðkálið í strimla og eplið í teninga; látið í skál.
Rífið lambhagasalatið út í og blandið salatdressingu vel saman við.
Skerið ost því næst í bita og raðið ofan á.
Ristið hneturnar á pönnu við háan hita í örskamma stund. Dreifið þeim yfir salatið.

Salatdressing
2-3 msk balsamic edik
2 msk ólífuolía
sítrónusafi
grófur malaður pipar

Blandið edikinu og olíunni saman og bragðbætið með sítrónusafa og pipar eftir smekk.

Kveðja,
Tigerlily