Uppskriftir af piparkökum :o) Hæ hæ og hó hó !

Nokkrar uppskriftir af piparkökum:

Piparkökur 1

500 g hveiti
250 g sykur
180 g smjörlíki
4 tsk. kanill
2 tsk. negull
2 tsk. engifer
2 tsk. natron
1 tsk. pipar
8 msk. síróp
8 msk. mjólk


Allt hnoðað saman og síðan rúllað upp í sívalninga, skorið í sneiðar. Bakist við 200°C í 15-20 mínútur eða þar til gullinbrúnt.



Piparkökur 2

200 g sykur
200 g síróp
6 msk. vatn
500 g hveiti
1 tsk. kanill
1 tsk. negull
1 tsk. engifer
2 tsk. matarsóti
100 g smjörlíki


Hafið smjörið við stofuhita ásamt öðru hráefni, setjið í hrærivélarskálina og vinnið rólega saman. Þegar deigið er vel blandað skal stöðva vélina strax, annars verður deigið klesst. Setjið deigið í plastpoka og geymið í kæli helst yfir nótt. Rúllið út deigið og setjið ávallt hveiti undir. Stingið út að eigin geðþótta. Þetta deig er mjög gott í piparkökuhús, stór hjörtu og alls konar stóra hluti til að geyma. Bakið deigið við 180-190°. Smákökur bakast í ca. 10 mín., og stærri hlutir bakast lengur.

Hafið vel af hveiti undir svo ekki festist við borðið þegar rúllað er út. Stingið eða skerið út eftir ykkar hentisemi og raðið á plötu.



Piparkökur 3

270 g hveiti
150 g sykur
150 g smjörlíki
150 g síróp
½ tsk. kanill
½ tsk. negull
1/4 tsk. engifer
1/4 tsk. lyftiduft
1 tsk. vatn
hn.odd salt
1 stk. egg


Hafið öll hráefni við sama hitastig, setjið þau í hrærivélarskálina og vinnið rólega saman. Setjið í plastpoka og geymið í kæli yfir nótt. Rúllið út og skerið út eftir einhverjum fínum mótum. Bakið við 180° í ca. 10 mín., en það fer mikið eftir hversu þykkt er rúllað. Þetta deig er ekki gott fyrir piparkökuhús þar sem það er svolítið laust í sér og hefur því litla burði, en bragðast mjög vel.


Danskar piparkökur

4 1/8 bollar hveiti
8 únsur smjör
1 3/4 bollar sykur
2 egg
1 teskeið lyftiduft
½ teskeið cinnamon
½ teskeið kardimommur
sítrónubörkur, ferskur (aðeins það gula)

Hrærið öllu saman og hnoðið þar til degið er mjúkt (ef þörf er á bætið þá smá vatni við). Rúllið upp í 1 cm þykka rúllu. Skerið rúlluna í u.þ.b. 7 mm þykka bita. Leggið kökurnar á smurða bökunarplötu og bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 10 mínútur.



Piparkökur 4
75 g smjör
1½ dl síróp
1½ dl (125g) púðursykur
1½ dl (125g) sykur
1½ dl rjómi
3 tsk kanill
2 tsk engifer
3 tsk negull
4 tsk natron
10 dl (600g) hveiti

Velgið smjör og síróp. Blandið hinum efnunum út í og hnoðið samfellt. Geymið yfir nótt á köldum stað. Fletjið deigið þunnt út og skerið út myndir t.d. stjörnur, hjörtu, dýr ofl. Bakið við 225°C í 4-5 mínótur




Piparkökur 5
500 grömm hveiti
80 grömm smjörlíki (brætt)
50 grömm sykur
1 desilítri sýróp
1 desilítri kaffi (lagað)
3 teskeiðar sódaduft
2 teskeiðar kanill
1 teskeið engifer
1 teskeið negull
1 teskeið hjartasalt
1/4 teskeið pipar

Öllu hnoðað saman og kælt smá stund og bakað við 180°celsius.



Piparkökur 6
650 g hveiti
500 g púðursykur
200 g smjörlíki
1 dl síróp
2 dl mjólk
2 tsk. kanill
2 tsk. negull
2 tsk. engifer
2 tsk. matarsódi (natron)
½ tsk. pipar
1 egg

Setjið hveitið og sykurinn í skál, myljið smjörlíkið út í, vætið í með egginu og hnoðið. Kælið deigið. Breiðið degið út og mótið litlar kökur. Bakið við 180°C í 6-8 mín. ofarlega í ofni.

Kv. hegga