Já oh, ég gleymdi að láta vita hvernig skyrgerðin gekk.

Hleypingin tókst mjög vel og síunin líka. Þetta var svo hrært með mjólk og sykri og varð bara alveg prýðisgott. Eini gallinn var að ég náði ekki einhverjum kekkjum úr þessu og það var smá keimur af viðbrennslu, en það brann smá við í pottinum þegar ég var að hita undanrennuna.

En ég gerði svo aðra lögun og passaði rosa vel að láta ekkert brenna við þá. Reyndar þá nennti ég ekki að halda hitanum í 10 mín í þetta skiptið, bara hitaði að suðumarki og lét það svo kólna niður í ca 40-50 gráður. Ég setti líka aðeins meira af hleypinum út í í þetta skiptið, kannski 2 tsk í stað einnar. Annars var ég ekkert voða nákvæm með það.

Þetta skyr tókst alveg prýðisvel og við vorum að klára að éta það áðan ;) Ég passaði að geyma smá slettu til að setja í næstu lögun.

Ostahleypir fæst hér bara úti í apóteki, ferlega sniðugt.

Annars er ég að spá hvort það sé hægt að nota jógúrtslettu í stað skyrslettunnar til að búa til þéttinn. Væntanlega er verið að fá þarna gerlaflóruna sem þarf til að sýra skyrið. Ostahleypirinn er síðan í raun meltingarensím, sem var upprunalega fengið úr mögum kálfa sem eingöngu höfðu nærst á kúamjólk. En nú til dags er þetta ensím oftast unnið úr einhverjum sveppum.
Kveðja,