ég kom seint heim úr vinnunni í dag og var ekkert að nenna að elda. en það gerist víst ekki að sjálfu sér svo ég opnaði alla skápa og fann ýmislegt…
það endaði með því að ég smellti í pasta og hér er það:
laukur
hvítlaukur (mikið)
tómatar úr dós
sólþurrkaðir tómatar skornir í bita
ólífur í sneiðum
skinka í strimlum
krydd
ég byrjaði á því að steikja laukinn og hvítlaukinn í olíu á djúpri pönnu. svo setti ég dósatómatana og lét malla vel og lengi. smellti öllu hinu út í og sauð niður þ.e. sauð með engu loki þar til vökvinn gufaði upp. kryddaði vel með ítölsku pastakryddi frá pottagöædrum og blandaði soðnu pastanu saman við.
og viti menn þetta var barasta ýkt gott, enda mikið af hvílauk…
“let's build more cars so we can drive away before we choke…”