Hráefni

1 l vatn
2½ dl rjómi
100 g svínaspekk
3 msk ólífuolía
6 stk hamflettar rjúpur
2 stk gulrætur
1 stk lárviðarlauf
1 stk laukur
salt og pipar
smjörbolla til þykkingar

Meðlæti

500 g sykurbrúnaðar kartöflur
8 stk laufabrauðskökur
1 stk grænar Ora baunir í dós
½ stk Ora rauðbeður í krukku
½ stk rifsberjahlaup í krukku
Waldorf salat

Matreiðsla
Skerið lærin frá bringunum og brúnið í potti við góðan hita, ásamt fóarni og hjörtum, lauk, gulrótum og lárviðarlaufi. Setjið vatnið yfir og látið suðuna koma upp. Skerið svínaspekkið í þunna strimla og dragið í rjúpubringuna með stórri nál (best að nota spekknál), u.þ.b. 4-6 strimla í hverja bringu. Brúnið bringurnar í olíunni á vel heitri pönnu, kryddið með salti og pipar og setjið í pottinn með lærunum, sjóðið í u.þ.b. 45 mínútur

Sósa
Sigtið soðið í annan pott og þykkið sósuna með smjörbollu, bragðbætið með rifsberjahlaupi, rjóma, salti og pipar.

Framreiðsla
Berið rjúpurnar fram með sósunni og meðlætinu sem upptalið er hér á undan ásamt jólaöli, Egils malti og appelsíni.

Njótid vel :)