500g. soðið kjúklingakjöt, rifið niður
4 bollar kjúklingasoð
2 bollar sellerí, sneitt
1 bolli laukur, sneiddur
1 bolli hvítkál, saxað
2 msk. jarðhnetuolía
1 msk. sojasósa
1 msk. smjör
2 þeytt egg
4 msk. maísmjöl
1 bolli sveppir, sneiddir
2 bollar baunaspírur, ferskar
1 bolli núðlur
Látið kjúklingasoðið sjóða í potti. Bætið selleríi, lauk og hvítkáli út í. Haldið suðunni, hrærið af til, þar til selleríið er mjúkt. Hitið olíuna á stórri pönnu og steikið sveppina. Bætið baunaspírunum út í og hitið þar til þær eru orðnar mjúkar. Bætið selleríi, lauki, káli og sojasósu út á pönnuna. Ekki setja kjúklingasoðið með grænmetinu út í. Heldur skuluð þið setja svolítið af því á pönnuna, nóg til innihald pönnunnar sé ekki þurrt og geymið svo restina. Sjóðið hægt. Bræðið smjör yfir meðalhita og steikið svo eggin þar til þau eru þétt í sér. Takið eggjahræruna af pönnunni og skerið hana í strimla. Leysið maísmjölið upp í kjúklingasoðinu og hellið því yfir grænmetið á pönnunni. Hrærið þar til sósan þykknar. Bætið kjúklingakjötinu út á og hitið. Setjið núðlurnar í skál og setjið blönduna af pönnunni yfir. Síðan skuluð þið setja eggjaræmur yfir og hræra. Berið fram.
Sá sem margt veit talar fátt