Eftir að vera komin með þónokkra leið á pakka-pastasósum ákvað ég að prófa mig áfram með sósugerð og komst að því að heimatilbúnar sósur eru mjög einfaldar og að sjálfsögðu miklu betri.


Rauð sósa (handa 2)

Fyrst er það hráefni (t.d. grænmet, skinka) sem hugurinn grinist skorið smátt og léttsteikt á pönnu, ég nota oftast lauk, papriku, sveppi, ananas, skinku og blaðlauk.

1 dós tómatpúrra (miðstærð)
ca 1/2 - 1 bolli vatn (rjómi í staðinn ef hann er til)
krydd eftir smekk, ég set pipar, chilipipar, stundum pínu tabasco sósu og kryddjurtir.
Þessu er öllu hrært saman og svo helt út á grænmetið og því leyft að malla í smá stund. Svo er þessu helt út á pastað og parmesan-osti stráð yfir.


Ostasósa (handa 2)

Í þessari sósu er líka steikt það grænmeti sem maður vill en sósan sjálf er aðeins örðuvísi. Í þennan rétt er þó gott að setja pylsur í staðinn fyrir skinku.
3/4 dós smurostur (ég nota oftast papriku eða sveppa)
1/2-1 bolli mjólk
Ostinum og mjólkinni er hrært saman, sem og smá kryddjurtum og pipar. Blöndunni er svo helt yfir grænmtið og þessu leyft að malla þar til osturinn er alveg bráðnaður.


Verði ykkur að góðu!