Jæja !

Þá er komið að því að ljóstra upp mínu stærsta leyndarmáli, þ.e. uppskrift að hinni fullkomnu kokkteilsósu.

Eftir áralangar rannsóknir og tilraunir á mönnum (Erfitt að gera tilraunir á dýrum á þessu sviði) þá fékkst niðurstaða fyrir tveimur árum.
Langur tími fór í að fikta með ýmis konar stórhættuleg krydd og framandi sósur, en svo kom hugljómun einn daginn. Málið var að góð kokkteilsósa á nebbilega að vera einföld.

Allir vita að undirstaðan er tómatsósa og Majones. Trixið er að bæta smá sætu sinnepi við til að mýkja tómatsósubragðið, og svo rúsínan í pylsuendanum….. Ananasdjús !!!
Já góðir landsmenn, Egils Ananasdjús (smá sletta) gefur frábært bragð og ljúfan eftirkeim.

P.S. Ekki skemma listaverkið með því að nota eitthvað hollt, eins og sýrðan rjóma í þessa göfugu sósu sem hefur bjargað ótöldum mannslífum í gegnum árin.



Njótið Vel, og munið að smá óhollusta er alltaf ljúf….