Veit ekki hvernig það er á íslandi í dag en allavega þá fara börnin alltaf með nestispakka með sér í skólann og leikskólann hérna í danmörk.
Mínum börnum finnst rosalega gaman að fá einhvað óvænt og gott í nestispakkanum sínum og hef ég því reynt að eiga einhvað pínu gott annað slagið til að læða með.
Hérna kemur uppskrift að tebollum sem er mjög einfalt og fljótlegt að baka og eiginlega nauðsynlegt að eiga í frosti.
4 egg
250 gr sykur
250 gr smjörlíki
1 dl mjólk
500 gr hveiti
4 tsk lyftiduft
c.a. 100 gr súkkulaði saxað (eða rúsinur)
Sykur og smörlíki þeytt saman. Eggjunum bætt úti. Restinni blanda ég saman með sleif. Sett á bökunarplötu með skeið. Ætti að gera um 40 bollur
Bakað við blástur 180°C. Þangað til þær eru orðnar gulbrúnar.