Brokkólí & blómkálsbaka Rosalega gott meðlæti með mat. Ég hef stundum haft þetta með, þegar ég steiki fisk. Ekki slæmt.

250g. blómkál
250g. brokkólí
1/2 bolli hreint jógúrt
1 bolli rifinn ostur
1 tsk. sterkt sinnep
4 msk. brauðrasp
salt
svartur pipar

Skerið blómkál og brokkólí í bita og sjóðið í söltu vatni í 8-10 mínútur. Gott er að láta grænmetið í sigti og láta vatnið renna af. Setjið svo í eldfast mót. Setjið jógúrt, rifinn ost og sinnep í skál og hrærið saman. Kryddið með salti og pipar og setja þetta svo yfir grænmetið. Setjið brauðrasp yfir sósuna. Eldfast mót inn í ofn og bakist í 10-15 mínútur við 200°c.
Sá sem margt veit talar fátt