The Evil Cult
Leikstýrð af Jing Wong (sem gerði hina hroðalegu Meltdown m. Jet Li) og Sammo Hung (einnig þekktur sem “Sammo ‘Enter The Fat Dragon’ Hung) og skartar Jet Li í aðalhlutverki. Aðrir leikarar eru minni bógar og verða því ekki tæðt á þeim hér.
Jæja, þess skal getið strax að þessi mynd er ein af þessum svokölluðu ‘Over The Edge’ myndum, þ.e. vírar eru notaði óspart, karakterar eru mjög ýktir og hæfileikar þeirra eru oft á tíðum hinir sérkennilegustu og tökur eru út um allt (undir, ofan á og á ská).
Ég ætla ekkert að vera að tæpa mikið á plottinu, partly þar sem það tæki of langan tíma, partly vegna þess að maður horfir ekki á kúngfú fyror plottið en mest þó vegna þess að plottið er útskýrt á rúmum 3 mínútum á kantónísku, það er alveg andskoti flókið með allskonar skírskotunum í pólítík tímans (”..fyrir langa löngu..“) og texti myndarinnar var hvítur án bakgrunns og því ólesanlegur þegar myndflöturinn var bjartur. Sem var mjööög oft.
Í stuttu máli er plottið þannig að ‘the 6 martial arts’ eru saman á móti ‘the ming sect’ sem yfirleitt er kallaður ‘the evil sect’.
Faðir Jet Li er eitthvað tengdur einhverjum sem er í ming sectinu og í gríðarlega flottu byrjunaratriði myndarinnar vilja hin 6 klönin (Wu Tang, Shaolin og einhverjir óskilgreindir aðrir) fá að vita hvar sá maður er. Faðirinn sprengir í sér hjartað frekar en að klaga og móðirin fremur sjálfsmorð rétt eftir að hún hvíslar í eyru ungs sonar síns að hann eigi að hefna þeirra. Drengurinn er að sjálfsögðu Jet Li, og er hann alinn upp hjá Wu Tang. Þökk sé slysi sem hann varð fyrir er … lokað fyrir Kúng Fú rásirnar í honum og hann getur ekki lært að slást. En síðan flækjast málin þegar guðfaðir hans hjá Wu Tang fer eitthvað að flækjast í Ming sectin…
Sannast sagna þyrfti maður að sjá The Evil Cult aftur til að ná öllu plottinu. Inn í þetta fléttast m.a. kung fu galdrakarl sem er bundinn við gríðarstóran stein og sérkennilegur karakter sem kallast ‘King of Green Bat’ sem flýgur, breytist í gríðarstóra leðureblöku, sýgur blóð úr hjálparlausum kjúklingum en er samt ekki talinn vampýra (kannski vegna þess að austurlenskar vampýrur fljúga ekki, þær hoppa). Einnig tvær komedí rílíff gaurar sem taka þátt í að níðast á ‘evil sect’ til þess að geta hórað út öllum ungu sætu konunum þeirra. Mikið gaman.
Það er rosalega gaman að þessari mynd. Vírarnir eru ekkert að flækjast fyrir og maður er fljótur að taka þetta ”töfraraunsæi“ sem myndin byggist á í sátt. Það eru mjög fá dull moment í myndinni og það er mikil snilld, þar sem fátt skemmir góða kúngfú mynd eins og dull móments.
Bardagar?
Flestir bardagarnir eiga fátt skylt við raunveruleikanum svo realistar ætti að halda sig frá. Þetta eru ekki flottustu bardagar sem maður hefur séð, en þeir eru samt mjög ‘pleasing to the eye’,ef maður orðar svo. Sérstaklega gaman að sjá þegar Jet Li lærir Tai Chi á rúmri mínútu af guðföður sínum og reynir að nýta sér það í slagsmálum við tvo frekar brútal nagla. Í heildina eru tveir mjög góðir bardagar, restin er hálfgerð meðalmennska.
Gott?
Góðir bardagar upp til hópa.
Hátt skemmtanagildi, mikið fjör.
Sidekick aðalgaursins er hot gella.
Tott?
Plottið á það til að flækjast fyrir.
Textinn var stundum ólesanlegur.
Í heildina er þessi mynd 8/10 sem bardagamynd.
Ég pikkaði hana upp á vhs í James Böndum skipholti.
Þess má geta The Evil Cult er einnig þekkt sem ”Lord of The Wu-Tang" í ameríkunni.