Gleymt lykilorð
Nýskráning
Bardagaíþróttir

Bardagaíþróttir

3.896 eru með Bardagaíþróttir sem áhugamál
17.094 stig
372 greinar
2.872 þræðir
7 tilkynningar
5 pistlar
797 myndir
504 kannanir
33.254 álit
Meira

Ofurhugar

HwaRang HwaRang 2.584 stig
loco loco 1.014 stig
Freestyle Freestyle 674 stig
qeySuS qeySuS 332 stig
Nekron Nekron 328 stig
seungsang seungsang 314 stig
Khan Khan 302 stig

Stjórnendur

Magomed Saadulaev VS Árni Ísaksson (10 álit)

Magomed Saadulaev VS Árni Ísaksson frá mbl.is


Eftir langa leit hefur loksins tekist að finna bardaga fyrir Árna Ísaksson, bardagamann í blönduðum bardagaíþróttum (MMA). Árni „úr járni“ hefur tekið tilboði um að berjast við Magomed Saadulaev í Úkraínu næstkomandi föstudag. Saadulaev þessi er ósigraður í tíu bardögum sínum.

Árni hefur verið við stífar æfingar í Dublin á Írlandi undanfarin mánuð, og segir í tilkynningu að hann sé afar vel undirbúinn fyrir bardagann þó svo fyrirvarinn sé stuttur. Framundan hjá Árna eru þrír bardagar en hann keppir einnig 13. nóvember í Belfast á Norður-Írlandi auk þess sem annar bardagi er fyrirhugaður í desember.

Árni varð heimsmeistari áhugamanna í Muya Thai árið 2004 í Grikklandi, Íslansdmeistari í boxi árið 2009 í léttþungavigt. Auk þess hefur hann unnið fjölmörg grappling mót, bæði heima og erlendis, í sínum og opnum þyngdarflokk. Árni er með á bakinu 11 bardaga í MMA, átta sigra og þrjú töp.

Gunnar hengir Eugene Fadiora (7 álit)

Gunnar hengir Eugene Fadiora Gunnar að klára Eugene Fadiora. Andartaki síðar var bardaginn búinn. Eugene tappaði víst út en ég sá það aldrei þar sem ég var beint fyrir aftan þá. Sá bara Gunna sleppa og dómarann koma. Eugene virtist vera meðvitunarlaus þá en samt á fótum ;) Riðaði til og virtist hafa dottið út augnablik rétt eftir að hann tappaði út.

Corey Roska með námskeið 25. sept. (6 álit)

Corey Roska með námskeið 25. sept. FCFF Bantam weight meistarinn og FCFF Superfight meistarinn, Corey Roska frá höfuðstöðvum SBGi í Portland, mun halda MMA æfingabúðir í Mjölni 25.september.

Æfingabúðirnar verða milli kl. 14:00 og 17:00.

Farið verður í Standup-Clinch og Ground fyrir MMA.

Verð aðeins 3.900 fyrir meðlimi Mjölnis.
Fyrir aðra 5.490 kr.

Skráning á námskeiðið í afgreiðslu Mjölnis!


www.mjolnir.is
sími: 534 4455
farsími: 692 4455

Harai Goshi (3 álit)

Harai Goshi Harai Goshi.(Sweeping Hip Throw).

Fallegt mjaðmarkast sem mætti oftar sjást.

Nýtt belti í Combat Gym (3 álit)

Nýtt belti í Combat Gym BJörn Vilberg þreyti Iroman þrautina í gær og stóðst hana með prýði. Bjössi byrjaði að æfa BJJ hjá Sleipni í Keflavík en hefur að mestu æft í Combat Gym þar sem hann vinnur í bænum og hentar vel að fara á æfingar beint eftir vinnu. Bjössi á beltið svo sannarega skilið og óskum við honum til hamingju með árangurinn. Video af Iron man þrautinni kemur von bráðar inná Combat Gym facebook síðuna og spjallborð

Chloe Bruce verður í Combat Gym 18-19september (10 álit)

Chloe Bruce verður í Combat Gym 18-19september 4. dan Tang Soo Do (95% sama og TKD) og margfaldur meistari í freestyle formi, stuntleikari, Parkour, og margt fleira

Verður með æfingar í Combat Gym 18-19. September. Þó svo að hún sé ekki “functional” bardagalistakona þá er þetta alveg einstakt tækifæri til að sjá og læra af henni. Eitthvað sem flest allir ættu að hafa gaman af þrátt fyrir sinn stíl og hefðir.

Guiness World Records 2009 >> http://www.youtube.com/watch?v=XJD9RqlPkCU&feature=related

Heimasíðan hennar >>> http://www.chloebruce.co.uk/

Vitalij Stakanov (4 álit)

Vitalij Stakanov Kennir Muay Thai á Combat Gym

Fitness Muay Thai - Basic Muay Thai - Pro Muay Thai

Stundatafla um tíma á www.combat.is

Vitalij býr yfir 16 ára reynsla í Muay Thai.
Með yfir 100 Muay Thai bardaga.
Hefur m.a þjálfað Evrópumeistara og K-1 contendera.
Án efa einn allra besti Muay Thai þjálfarinn á Íslandi í dag.

Nýtt fjólublátt belti í Mjölni (2 álit)

Nýtt fjólublátt belti í Mjölni Í dag var Axel Kristinssyni, aðalþjálfara barnastarfs hjá Mjölni, veitt fjólubláa beltið í BJJ. Við óskum Axel til hamingju með árangurinn. Hann er mjög vel að þessu kominn og frábær fyrirmynd.

Á myndinni hér að ofan á sjá Axel með nýja beltið milli þeirra Gunnars Nelson og James Davis. Bjarni Baldursson er lengst til vinstri. Allir eru þessir fjórir hluti af frábæru þjálfarateymi Mjölnis.

Árni og Vitalji að sparra í Combat Gym (2 álit)

Árni og Vitalji að sparra í Combat Gym Árni þjálfar M.M.A. hóp hjá combat gym og Vitalij þjálfar Muay Thai hópana

www.combat.is


Árni Ísaksson:
Hefur m.a unnið tvo UFC fightera á sama kvöldinu!(Jeff Cox og Dennis Siver)
Ósigraður í Muay thai (5-0)
Ósigraður í Ólympísku boxi (2-0).
Íslandsmeistari í boxi
Reynslumesti MMA maður á Íslandi (8-2 professional record)
Viðurkenndur þjálfari hjá SBGi
Stofnandi Combat Conditioning.
Fjólublátt belti í BJJ, 2010
Mjölnir Open 4, 2009, -88kg (Gull)
Mjölnir Open 4, 2009, -Opinn flokkur (Gull)

Vitalij:
Yfir 16 ára reynsla í Muay Thai.
Með yfir 100 Muay Thai bardaga.
Hefur m.a þjálfað Evrópumeistara og K-1 contendera.
Án efa einn allra besti Muay Thai þjálfarinn á Íslandi í dag.

Gunnar mætir Danny Mitchell um helgina (13 álit)

Gunnar mætir Danny Mitchell um helgina Gunnar mætir Danny á laugardagskvöldið. Danny er talinn sigurstranglegri af ensku veðbönkunum. Hann hefur keppt 14 MMA bardaga alls og er 8-1 á atvinnumanna ferlinum. Í dag birtist viðtal við Danny á MMA Spot þar sem hann segist aldrei hafa verið eins vel undirbúinn fyrir nokkurn bardaga á ferlinum. Gunnar hefur undirbúið sig undir þennan bardaga hér heima að þessu sinni.

Þess má geta að Stöð 2 hefur keypt sýningaréttinn af bardaganum og verður hann sýndur þar fljótlega. Þó ekki beint.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok