Gleymt lykilorð
Nýskráning
Bardagaíþróttir

Bardagaíþróttir

3.895 eru með Bardagaíþróttir sem áhugamál
17.094 stig
372 greinar
2.872 þræðir
7 tilkynningar
5 pistlar
797 myndir
504 kannanir
33.254 álit
Meira

Ofurhugar

HwaRang HwaRang 2.584 stig
loco loco 1.014 stig
Freestyle Freestyle 674 stig
qeySuS qeySuS 332 stig
Nekron Nekron 328 stig
seungsang seungsang 314 stig
Khan Khan 302 stig

Stjórnendur

Mariusz Pudzanowski vs. Marcin Najman (23 álit)

Mariusz Pudzanowski vs. Marcin Najman Jæja þá er komið að því að sterkastur maður heims keppir við boxarann Marcin Najman í MMA 11 des.2009 :D báðir þessir kappar hafa aldrei barist í mma, Najman er boxari og þetta er i fysta sinn sem Mariusz keppir í bardagaíþrótt. þarf nátturlega ekki segja hver er hver á myndinni:P segir sig sjalft.

Alltaf fjör í MJÖLNI (3 álit)

Alltaf fjör í MJÖLNI Það er alltaf nægt stuð í Mjölni. Klúbburinn er ekki bara með frábæra meðlimi (kennar og nemendur) í bardagaíþróttum heldur einnig með afar öflugt félagsstarf. Næsta föstudag (23. okt.) verður sameginleg æfing fyrir alla hópa í Mjölni. Æfingin byrjar kl. 18:00 og mun standa til kl. 19:30. Hvetjum við ALLA meðlimi Mjölnis til þess að mæta! Gunnar Nelson mun stjórna æfingunni og verður hún ekki með hefbundnu sniði.

Eftir æfinguna mun stjórn Mjölnis koma með tvær stórar tilkynningar.

Nánir upplýsingar um kvöldið er hægt að finna á Mjölnispjallinu.

Á sunnudaginn er svo UFC kvöld að vanda enda MACHIDA VS SHOGUN nóttina áður. Sýninginn í Mjölni byrjar kl. 20:00 og allir Mjölnismeðlimir eru velkomnir! Sjá einnig nánar um það á Mjölnisspjallinu.

Keppnislið Mjölnis á Scandinavian Open (10 álit)

Keppnislið Mjölnis á Scandinavian Open Keppnislið Mjölnis flaug til Stokkhólms í morgun til að keppa í Opna Norðurlandameistaramótinu í BJJ (Scandinavian Open) um helgina. Tíu keppendur fara frá Mjölni og er hópurinn búinn að vera við strangar æfingar síðustu vikurnar. Það eru tæplega sex hundruð keppendur skráðir til þátttöku í mótinu en Mjölnir er eini íslenski klúbburinn sem sendir keppendur að þessu sinni.

Á myndinni eru f.v.: Gunnar Nelson, Þráinn Kolbeinsson, Bjarni Kristjánsson, Auður Olga Skúladóttir, Hreiðar Már Hermannsson, Vignir Már Sævarsson, Sigurjón Viðar Svavarsson, Sighvatur Helgason og Jóhann Helgason. Á myndina vantar Bjart Guðlaugsson.

Nelson vs Monson (7 álit)

Nelson vs Monson Svipurinn á Gunna alveg frábær.
Alveg eins og hann hafi vakið einhvern risa úr vetrardvalanum :D

Gunnar með gull og silfur á Pan No-Gi (9 álit)

Gunnar með gull og silfur á Pan No-Gi Gunni fékk gull og silfur á Pan Jiu-Jitsu No-Gi Championship um helgina, þ.e. gull í sínum þyngdarflokki og silfur í opnum flokki. Hér má sjá hann á verðlaunapalli ásamt hinum verðlaunahöfunum í opnum flokki.

Nordic Open 2009 (8 álit)

Nordic Open 2009 Tók þátt í Nordic Open í Kaupmannahöfn síðustu helgi og kom heim með silvur. Ég keppti í amatör Low Kick Kickboxing í þyngdarflokkinn - 81 kg.
Mætti danska meistarann í fyrsta bardagann og vinn þann bardaga léttilega. Meiddist því miður í hægri löppinni og gat ekkert notað hana í seinasta bardagann.

En allaveganna, í seinasta bardagann mæti ég gaur frá finnlandi, og tapa á stigum. Hann var bara einfaldlega betri enn ég fyrstu tvær loturnar, og það tók mig svolítinn tíma að finna út hvernig ég átti að vinna. Komst því miður ekki að því fyrr en í þriðju lotu, en þá nátturulega var það of seint. Vona að ég mæti hann í einhverjum öðrum úrslitum seinna.

Finnski maðurinn vann World Cup í Hungary 2009, best fighter verðlaunin fyrir Nordic Open og fer pottþétt til WAKO World Championships í Austurríki í Oktober. Reyni alltaf að líta á björtu hliðarnar og er allaveganna sáttur með að hafa tapað á móti svona góðann andstæðing.

Og já (það á pottþétt einhver eftir að spyrja um þetta), við notum hlífar. Samkvæmt reglur WAKO megum við ekki keppa án hlífa nema það séu Pro bardagar.

Gunnar Nelson sigrar snjómanninn! (4 álit)

Gunnar Nelson sigrar snjómanninn! Gunni náði fjórða sætinu í opnum flokki á ADCC 2009 í Barcelona um helgina. Hann sigraði sjálfan Jeff “snjómanninn” Monson á stigum og Dave Avellan með RNC.

Nánari upplýsingar um gengi Gunnars á ADCC.

MMA í Fjölni (Egilshöll) með Árna úr Járni!!! (1 álit)

MMA í Fjölni (Egilshöll) með Árna úr Járni!!! Árni úr Járni með mma í Fjölni!!!
frá http://fjolnirfightclub.blogspot.com/

Árni “úr Járni” mun frá og með mánudeginum sjá um mma / kickbox tímana á mán-, mið- og föstudögum klukkan 20:30- 21:30. Árni er einn af þeim allra bestu á sínu sviði og enn ein viðbótin hjá okkur í Fjölni. Ekki missa af tækifærinu að fá þjálfun frá einum af þeim allra besta. Árni lofar þrusu æfingum eins og hann er þekktur fyrir. Látið sjá ykkur á mánudaginn í fyrsta tímanum sem Árni sér um (takmarkað pláss!!!)

nánari upplýsingar í pm, spjallborði Fjölnis (www.fjolnirfightclub.tk) eða á fjolnirfightclub@gmail.com

Einni hægt að skella sér í Brazilian Jiu Jitsu hjá Arnari Frey og beint eftir þann tíma í mma/kickbox

FYRSTI TIMINN A NÆSTA MANUDAG!!! LATIÐ SJA YKKUR!

Gunnar Nelson á ADCC um helgina (2 álit)

Gunnar Nelson á ADCC um helgina Eins og flestir vita keppir Gunnar um helgina á ADCC 2009 sem fram fer í Barcelona. Gunnar keppir í -88kg flokki þar sem hans flokkur (-77kg) var fullur þegar ákveðið var að bjóða honum til þátttöku. -88kg flokkurinn er almennt talinn sá erfiðasti í keppninni þetta árið með margverðlaunuðum köppum eins og Braulio Estima, André Galvão, Rafael Lovato Jr., Tarsis Humphreys og Bruno Bastos svo fáeinir séu nefndir.
Nánari upplýsingar um keppnina eru á:
http://www.adccbarcelona.com
http://www.adcc.cc
http://www.adcc2009.com (PPV á netinu)

Steve Maxwell í Mjölni (9 álit)

Steve Maxwell í Mjölni Steve Maxwell er í heimsókn á Íslandi og mun kenna alla BJJ æfingar Mjölnis á mánudaginn. Steve er með Masterspróf í þjálfunarfræðum frá West Chester State University og hann var fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að fá svart belti í BJJ en hann er svart belti undir Relson Gracie. Steve er fyrrum heimsmeistari öldunga í BJJ og sonur hans, Zack Maxwell, sigraði sinn flokk á síðasta heimsmeistaramóti í BJJ. Hann vann jafnframt í gullverðlauna á Pan Am á þessu ári og US National síðustu helgi! Þetta er einstakt tækifæri sem býðst Mjölnisfólki að kosntaðarlausu.

Steve mun kenna:
Meistaraflokk kl 18:00
Framhaldsflokk kl 19:00
Byrjendaæfingu kl 20:00 (Athugið aðeins ein byrjendaæfing á mánudaginn)

Hér eru helstu afrek Steve Maxwell í BJJ gegnum árin:

1997 National Purple Belt Champion GJJTA
1998 Runner-up Purple Belt GJJTA
1999 Purple Belt Pan American Champion
2000 Brown Belt Senior World Champion
2000 Brown Belt Senior Pan American Champion
2001 Brown Belt Senior World Champion
2002 Black Belt Senior Pan American Champion
2002 Black Belt Senior World Champion
2004 Black Belt Senior Pan American Champion

Steve Maxwell dvelst hér á vegum Kettlebells.is við þjálfun þessa vikuna.
Nánari upplýsingar um kappann eru á vefsetrinu: http://www.maxwellsc.com
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok