Íslandsmeistaramótið í BJJ verður 3. nóvember

Íslandsmeistaramót fullorðinna í BJJ 2012 verður haldið laugardaginn 3. nóvember næstkomandi í sal Ármenninga í Laugardalnum þar sem það hefur verið undanfarin ár. Það er salurinn Skellur sem er á neðstu hæð Laugarbóls við hliðina á gervigrasvellinum. Húsið opnar kl. 12:00 og fyrstu glímur hefjast uppúr kl. 12:30.

Þyngdarflokkar eru eftirfarandi: 

Karlar
-64 kg
-70 kg
-76 kg
-82,3 kg
-88,3 kg
-94,3 kg
-100,5 kg
+100,5 kg 

Konur
-64 kg
+64 kg

Jafnframt verður keppt í opnum flokki karla og kvenna. 

Vigtað er í Gi (galla) á mótsdag.

Lágmarksaldur fyrir þátttöku í Íslandsmeistaramóti fullorðna er 18 ára aldur.

Keppnisreglur.

Eftirfarandi félög eru með aðild að BJÍ sambandi Íslands og eru því með rétt til þess að senda félagsmenn til þess að keppa á mótum á vegum BJÍ.

  • Fenrir, Akureyri
  • Ármann, Reykjavík
  • Combat Gym, Reykjavík
  • Mjölnir, Reykjavík
  • Pedro Sauer, Hafnarfjörður
  • Sleipnir, Keflavík

Þátttökugjald er kr. 1.500 á keppanda. Keppendur skrái sig hjá sínu félagi. Félögin skulu skila lista með nöfnum þátttakanda og þyngdarflokkum sinna félaga til BJÍ fyrir kl. 13 fimmtudaginn 1. nóvember. Eftir það er ekki hægt að skrá sig til þátttöku í mótinu.
Nánari fyrirspurnir er hægt að senda á: bji@bji.is