Íslandsmeistaramótið í BJJ verður 6. nóvember Íslandsmeistaramót fullorðinna í BJJ verður haldið sunnudaginn 6. nóvember næstkomandi í sal Ármenninga í Laugardalnum þar sem það hefur verið undanfarin ár. Það er salurinn Skellur sem er á neðstu hæð Laugarbóls við hliðina á gervigrasvellinum. Húsið opnar kl. 10:30 og fyrstu glímur hefjast kl. 11:30.

Nánari upplýsingar um mótið er að finna á vefsíðu BJÍ á slóðinni:
http://bjjsamband.blogspot.com/2011/10/islandsmeistaramoti-i-bjj-verur-6.html