Ég trúi nú varla að Jake Shields hafi viljandi potað í augun á St.Pierre. Þetta er alltaf að gerast í MMA að menn pota í augun á hvor öðrum.
Shields hefur óvart rekið sig í hann, því miður. St.Pierre gat því lítið gert í þessum bardaga og hann varð ótrúlega leiðinlegur og heimskulegur.
Ég myndi líka alveg geta kennt því um hvað Shields er lélegur standandi að hann hafi potað í augun á St.Pierre. Hins vegar jabbaði hann beint í vinstra augað á honum sem hefur örugglega valdið mestum skaða. Það er alveg löglegt.