Grunntímar fyrir Víkingaþrekið í Mjölni að hefjast Þrekgrunnstímnar fyrir Vikingaþrekið í Mjölni er nú að hefjast Allt Mjölnisfólk og aðrir sem hyggjast sækja Víkingaþrekið í sumar og í komandi framtíð verða að hafa lokið þrekgrunninum eða sambærilegum grunni tengdum ketilbjöllum. Grunnurinn er forskilyrði fyrir því að vera með á æfingunum. Í þrekgrunninum læra þátttakendur að beita sér rétt til að ná betri árangri og minnka meiðslahættu til muna.

Næsti tími verður þriðjudaginn eftir viku, þann 10. maí. Hefst sá tími kl. 19:00 og stendur til 21:00.

Verð í þrekgrunninn er 5.000 kr.

Skráning fer fram í gengum: mjolnir@mjolnir.is