BOX 101 í Mjölni Mjölnir og Hnefaleikafélag Reykjavíkur kynna nýtt námskeið, BOX 101. Námskeiðið hefst mánudaginn 3. janúar og stendur í tvo mánuði. Farið verður í grunnatriði í ólympískum hnefaleikum; helstu árásir, varnir, fótaburð, hvernig á að æfa sig með box og fókus-púðum og margt fleira.

Verð á námskeiðið er það sama og á Mjölnir 101, eða 17.900.

Æfingar eru mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl 19:00 í glæsilegum ný-innréttuðum box sal á þriðju hæð á Mýrargötunni (húsnæði Mjölnis), en þar mun Hnefaleikafélagið vera með aðstöðu sína.

Ert þú einn af þeim sem náðu ekki inn á Mjölnir 101 í janúar og þarft að bíða þangað til í mars? Þá er ekki til betri undirbúningur en að skella sér í Box 101 í jan og svo Mjölnir 101 í mars. Að því loknu borgarðu bara eitt gjald og getur mætt bæði í box, BJJ og MMA tíma. Það er ekki eftir neinu að bíða!

Skráning á mjolnir@mjolnir.is
Árni Þór - Mjölnir/SBG