Í dag var Axel Kristinssyni, aðalþjálfara barnastarfs hjá Mjölni, veitt fjólubláa beltið í BJJ. Við óskum Axel til hamingju með árangurinn. Hann er mjög vel að þessu kominn og frábær fyrirmynd.
Á myndinni hér að ofan á sjá Axel með nýja beltið milli þeirra Gunnars Nelson og James Davis. Bjarni Baldursson er lengst til vinstri. Allir eru þessir fjórir hluti af frábæru þjálfarateymi Mjölnis.
Alex er náttúrulega rosalegur. Frábær þjálfari og frábær gaur. Man eftir þegar ég glímdi fyrst við hann, ég var ekki að trúa því að svona lítill maður væri að fara svona léttilega með mig þar sem ég er nú í stærri kantinum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..