Æfingar fyrir ungmenni á aldrinum 8 til 12 ára munu hefjast fljótlega í húsnæði Combat Gym, Ármúla 1 og forvitnilegt að sjá hvernig til mun takast…;-)
Eftirfarandi er allavega tekið af bakhlið auglýsingableðils:
Ninjutsu er ævaforn, japönsk bardagalist sem vinnur að því að efla þolinmæði, þrautseigju og andlegt jafnvægi í hverjum einstakling á þá vísu sem hentar best í hverju tilfelli fyrir sig.
Ólíkt því sem yfirleitt telst til bardagalista og íþrótta, nýtist Ninjutsu frekar sem ‘sjálfsbjargarlist’ þar sem aðferðirnar víkja að undankomu og öryggi á hættustund, ekki einungis til sjálfsvarnar, heldur til hvers sem koma skal; þ.m.t. slysahættu!
Bujinkan samtökin eru alþjóðlegt framtak stofnað af Dr. Masaaki Hatsumi, með höfuðstöðvar í Japan og telur fjölda meðlima um heim allan. Æft er rólega og við öruggar aðstæður án þrýstings, aga eða áhættu, en okkar leiðir liggja gegnum léttan leik; gagn og gaman í hvívetna!
Æft er einu sinni í viku, á laugardögum frá 14:00 til 15:00 og er æfingagjaldið 2500 kr. á mánuði. Nánari upplýsingar má fá hjá Jóni Bjarna yfirþjálfara í síma: 6635764
Við höfum allavega reynsluna af barnabrasinu hér í Hollandi og munum reyna að leiðbeina honum Nonna eitthvað með þetta ævintýri; þó segjast verði að hann hefur tekið svo ógurlegum framförum undanfarið að það er orðið erfitt að segja honum til…;-)
Kv,
D/N