Gunnar Nelson kom í heimsókn til okkar í Combat Gym og setti Arnar og Árna í gegnum Iron Man þrautina. Þeir stóðu sig eins og hetjur og eiga beltinn svo sannarlega skilið.
Arnar er kominn með brúntbelti og Árni með fjólublátt
Innilega til hamingju drengir. Það var gaman að fylgjast með þessu. Hefði sjálfur farið í Gi-ið en taldi það ekki “leggjandi” á ykkur! :) Nóg var nú samt. Eini hængurinn á þessu var eins og Gunni sagði í lokin að nú eiga Íslendingar ekki lengur besta blábelti í heimi, sem Árni var sennilega áður en hann var gráðaður í gær ;) Ekki þar fyrir að við eigum nóg af góðum blábeltum samt!
Ég vek líka athygli á því að ég efast um að víða geti menn státað af jafn góðu samstarfi BJJ kúbba og hér heima. Vissulega er samkeppni og stöku rembingur milli manna en nú mætir þjálfari Mjölnis til Fjölnis til að gráða og þar með promotera aðal þjálfara samkeppnisaðilans. Svona á þetta að vera og Arnar og Árni voru afar vel að þessum beltum komnir. Og Árni og Arnar eru báðir að æfa með Gunna upp í Mjölni sem hluti af því teymi sem er að undirbúa hann fyrir bardagann 13. febrúar. Hér horfa menn ekki á einhver klúbbalógó heldur vinna saman að framgangi íþróttarinnar öllum til heilla.
Svakalega flottir og ótrúlega gaman að fá að hefna sín á þeim!!!! :) en munið bara belti er einungis til þess að halda uppi buxunum eins og meistari Bruce Lee sagði einu sinni ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..