Já, Gunni verður að kenna í Mjölni í vetur ásamt James. Gunni verður t.d. á landinu núna um tíma en hann verður auðvitað eitthvað á flakki í vor og sumar eins og við er að búast. Hann ætlar samt að reyna að vera eins mikið heima og hann getur.
Komið meira en ár síðan síðast, um að gera að fara að drífa ferilinn áfram! Má ekki láta svona hæfileika eyða tímanum sínum í að keppa á einhverjum íslandsmótum.
Annars, heyrði einver hérna þegar Valtýr og félagi hans voru að tala um Gunna í þættinum sínum í vikunni? Guð minn góður hvað þeir vissu ekkert hvað þeir voru að tala um. Héldu að hann væri atvinnumaður í “mútæ”
Eru þetta Íslandsmeistaramótin sem þú ert að tala um að hann sé að “eyða tíma sínum í”? Scandinavian Open BJJ 2009 Pan No-Gi Championship 2009 ADCC 2009 World Jiu-Jitsu Championship 2009 New York International Open Jiu-Jitsu Championship 2009 Pan Jiu-Jitsu Championship 2009 North American Grappling Championship Great Britain Grappling Open National Championship
Þetta er hluti þeirra móta sem Gunni hefur unnið til gull- og/eða silfurverðlauna á síðan hann keppti síðast í MMA.
Bætt við 10. desember 2009 - 23:46 Fyrir reyndar utan ADCC 2009 þar sem hann hafnaði í fjórða sæti í opnum flokki ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..