
Á myndinni eru þeir sem fengu beltin ásamt þremur þjálfurum. Á myndina vantar Tómas Gabríel sem fékk blátt belti í gær. Á myndinni eru eru:
Efri röð: Vignir Már (blátt), Sigurjón Viðar (blátt), Sighvatur (fjólublátt), Stefán Geir (blátt), Jósep Valur (blátt), Axel (blátt) og Pétur Marinó (blátt).
Neðri röð: Tómas Hrafn (blátt), Daníel (þjálfari), Bjarni (þjálfari), Gunnar (þjálfari), Halldór Már (blátt) og Davíð (blátt).
Við óskum þessum nýju blá- og fjólublábeltingum til hamingju með árangurinn.
Eftir æfinguna tilkynnti stjórn Mjölnis að von væri á James Davis aftur til Mjölnis. James er félagsmönnum vel kunnugur og kenndi þrjá mánuði hjá félaginu við miklar vinsældir í fyrra. Nú stefnir hann á að vera í a.m.k eitt ár.
Stórtíðindi kvöldsins voru svo að Mjölnir er að fara að stækka! Við höfum tryggt okkur húsnæðið við hliðina á okkar húsnæði og fáum það afhent um mánaðarmótin. Þá tökum við niður veggina og klárum að innrétta í desember ef vel gengur. Þetta er meira en 50% stækkun á æfingaplássinu!
Mjölnir er því stærsta MMA gym á Íslandi með:
* 550m2 gym.
* Tveir stórir salir. Sem hægt er að sameina í einn risa sal.
* Alvöru keppnisbúr (octagon)
* Fullkomin aðstaða fyrir réttstöðu, hnébeygju og bekkpressu.
* 200 Ketilbjöllur
* Pro aðstaða fyrir MMA
* Stór Clinch veggur
* Ótal önnur æfingartæki tengt bardagaíþróttum og functional strength
* Gufubað
* Búningsklefar og sturtur
* Setustofa með flatskjá þar sem hægt er að horfa á alla helstu MMA og BJJ viðburði.
Sjá nánar frétt á vefsetri Mjölnis.