11 ný belti í Mjölni, þar af eitt fjólublátt! Í gær var stór dagur hjá Mjölni. Fyrst mættu um hundrað manns á æfingu kl. 18:00 þar sem alls ellefu manns voru látnir þreyta “Iron-man” þolraun þar sem þeir glímdu við nýja og ferska æfingafélaga í um tuttugu mínútur hver án þess að fá hvíld. Að því loknu var tíu þeirra gefið bláa beltið og sá ellefti, Sighvatur Helgason, fékk fjólubláa. Sighvatur er aðeins 17 ára og eins og flestir muna þá keppti hann í fullorðinsflokk á Opna Skandinavíska þar sem hann fór með sigur úr bítum.

Á myndinni eru þeir sem fengu beltin ásamt þremur þjálfurum. Á myndina vantar Tómas Gabríel sem fékk blátt belti í gær. Á myndinni eru eru:
Efri röð: Vignir Már (blátt), Sigurjón Viðar (blátt), Sighvatur (fjólublátt), Stefán Geir (blátt), Jósep Valur (blátt), Axel (blátt) og Pétur Marinó (blátt).
Neðri röð: Tómas Hrafn (blátt), Daníel (þjálfari), Bjarni (þjálfari), Gunnar (þjálfari), Halldór Már (blátt) og Davíð (blátt).


Við óskum þessum nýju blá- og fjólublábeltingum til hamingju með árangurinn.

Eftir æfinguna tilkynnti stjórn Mjölnis að von væri á James Davis aftur til Mjölnis. James er félagsmönnum vel kunnugur og kenndi þrjá mánuði hjá félaginu við miklar vinsældir í fyrra. Nú stefnir hann á að vera í a.m.k eitt ár.

Stórtíðindi kvöldsins voru svo að Mjölnir er að fara að stækka! Við höfum tryggt okkur húsnæðið við hliðina á okkar húsnæði og fáum það afhent um mánaðarmótin. Þá tökum við niður veggina og klárum að innrétta í desember ef vel gengur. Þetta er meira en 50% stækkun á æfingaplássinu!

Mjölnir er því stærsta MMA gym á Íslandi með:

* 550m2 gym.
* Tveir stórir salir. Sem hægt er að sameina í einn risa sal.
* Alvöru keppnisbúr (octagon)
* Fullkomin aðstaða fyrir réttstöðu, hnébeygju og bekkpressu.
* 200 Ketilbjöllur
* Pro aðstaða fyrir MMA
* Stór Clinch veggur
* Ótal önnur æfingartæki tengt bardagaíþróttum og functional strength
* Gufubað
* Búningsklefar og sturtur
* Setustofa með flatskjá þar sem hægt er að horfa á alla helstu MMA og BJJ viðburði.

Sjá nánar frétt á vefsetri Mjölnis.