
Á myndinni eru f.v.: Gunnar Nelson, Þráinn Kolbeinsson, Bjarni Kristjánsson, Auður Olga Skúladóttir, Hreiðar Már Hermannsson, Vignir Már Sævarsson, Sigurjón Viðar Svavarsson, Sighvatur Helgason og Jóhann Helgason. Á myndina vantar Bjart Guðlaugsson.
Þá var komið að Gunnari Nelson á móti Monsterinu, sem ég man aldrei hvað heitir, en gekk undir nafninu plömmerinn, eða “ass hanging half way out of the pants guy”, obviously því að ass-inn á honum var hálfa leiðina út um buxurnar, alltaf. Gaurinn var svona einsog 3 Nelsonar wrapped in one.Frekari lýsingar á glímum okkar fólks á Scandinavian Open eru hér á Mjölnisspjallinu.
Glíman var mestmegnis standandi allan tíman. Það sem stendur uppúr þessari glímu er hinsvegar að þegar að plömmerinn nær að kasta gunnari og fær dæmt advantage (það var alveg pottþétt og 100% sýnilegt að hann fékk dæmt advantage) að þá kemur einn í dómarabol af áhorfenda pöllunum og flettir til baka advantage stiginu og flettir 2 stig fyrir takedown. Hann var ss. að gefa önnur stig en vallardómari dæmdi og var ekki aðstoðardómari í þessari glímu, eða kom þessari glímu neitt við. Við vissum ekki alveg hvað á okkur stóð veðrið og gerðum okkur í rauninni alveg grein fyrir því sem var að gerast þarna! Gunnar skorar síðan tvö stig, man því miður ekki hvernig hann skoraði þau (minnir að gunni hafi pullað guardið sit og sweep-að honum) en Monster vinnur síðan á advantage sem hann fær fyrir að fara úr guardinu hans gunna yfir í half guard. Gunni ætlaði ekki að trúa því þegar hann sá stigin og átti orðastað við dómaran eftir glímuna, eitthvað sem ég held að hann hafi aldrei áður gert á sínum ferli í bjj.