Ef einhverntíman var við hæfi að nota orðið “dauðariðill” þá á það við um -88 á ADCC….
Líkurnar eru svo sannarlega ekki Gunna í hag, hann er eina brúna beltið í flokknum eftir því sem ég best veit, og einum þyngdarflokki fyrir ofan sína eðlilegu keppnisþyngd.
Ef Gunni hefur eitthvað með sér inn í þessa keppni þá er það kannski “the element of surprise”, að andstæðingar hans vanmeti hann og komi kærulausir inn í glímurnar við hann, sem ég tel þó ekki sérlega líklegt miðað við hvað það hefur verið mikið buzz um hann í BJJ heiminum undanfarið.
Allt annað en að “bomba út” í fyrstu glímunni verður að líta á sem móralskan sigur fyrir hann, og náttúrulega virkilega góð viðbót í reynslusarpinn fyrir frekari keppnir.
Verður maður samt ekki að segja WAR GUNNI!!! GO FOR THE GOLD!!!