Kominn aftur til UFC
Dramanu kringum CroCop og UFC ætlar aldrei að linna. Samkvæmt fréttum fréttum nú hefur kappinn snúið aftur til UFC og skrifað undir þriggja bardaga díl. Hann mun sennilega mæta Junior dos Santos í Dallas þann 19. september í UFC 103. UFC var það umhugað að fá CroCop aftur til UFC að Lorenzo Fertitta flaug víst sjálfur til heimabæjar Króatans í Zagreb til að ganga frá málum. Dana White kennir umboðsmanni CroCop, Ken Imai, um allt fjaðrafokið í kringum þetta mál undanfarið og vandar Japönum ekki kveðjurnar frekar en honum einum er lagið. Nánar hér á MMA Weekly