Margir efnilegir bardagar þarna.Keppnin fer fram í O2 höllinni í London og hefst kl. 21.
Joe Stevenson vs. Diego Sanchez
Dan Hardy vs. Rory Markham
Nate Marquardt vs. Wilson Gouveia
Demian Maia vs. Chael Sonnen
Josh Koscheck vs. Paulo Thiago
Terry Etim vs. Brian Cobb
Junior Dos Santos vs. Stefan Struve
Mike Ciesnolevicz vs. Neil Grove
Per Eklund vs. Evan Dunham
Paul Kelly vs. Troy Mandaloniz
Stevenson vs. Sanchez gæti auðvitað farið hvernig sem er en ég ætla að spá Joe sigri. Sennilega decision fight.
Hardy tekur síðan Markham held ég á TKO og ég ætla að spá Gouveia decision sigri á Marquardt.
Maia submittar Sonnen í annarri lotu.
Koscheck vs. Thiago gæti orðið hörkubardagi. Thiago er með recordið 10-0 en ég held að Josh setji blett á það núna og sigri með decision.
Á undercardinu held ég að Terry Etim sigri Brian Cobb því þrátt fyrir flott record hjá Cobb og hann hafi unnið sigra í síðustu 9 viðureignum sínum þá hefur hann ekki mætt í UFC áður. Þessi bardagi getur þó auðvitað farið á hvorn veginn sem er en ég spái Etim sigri á TKO.
Það verður fróðlegt að sjá Santos gegn Struve því þó Santos sé sjálfur 194cm á hæð þá er Struve 211cm! Ég spái samt þeim smærri sigri á TKO.
Mike Ciesnolevicz gegn Neil Grove gæti orðið hörku bardagi. Báðir eru sennilega lítt þekktir en ég hef t.d. séð Grove í Cage Rage og hann er nagli. Sama má segja um Ciesnolevicz sem var í liði Miletich í IFL. Tvö af þremur töpum hans eru gegn Andre Gusmao sem æfir með Gunna í NY og var í liðinu hjá Renzo Gracie. Hitt tapið hans var split decision. Þannig að ég ætla að spá honum sigri gegn Grove. Sennilega með TKO.Loks held ég að Dunham sigri Eklund á submission og Kelly taki Mandaloniz með TKO.