
Nú er aldeilis verið að fjölga í flokknum og - þó plakatið gefi ekki heildarmyndina til kynna - búið að bæta við miðvikudagsæfingum kl. 20:00, en einnig stendur til að koma föstudögum/-kvöldum á kortið bráðlega.
Æfingagjöldin mun þó haldast sem 6 þúsund krónur á mánuði.
Þeman hjá okkur verður nokkuð í samræmi við ársáætlun Honbu Dojo í Japan, en nú skal einblína á samræmingu líkama og vopns (Ken Tai Ichi Yo) þar sem Soke Hatsumi vill að líkamstilburðir Taijutsu ásamt Kenjutsu sverðlist liggi í fyrirrúmi.
Það og margt fleira í gangi; Gyokko Ryu stíllinn, stuttstafsnotkun Hanbojutsu og hreyfiaðferðir Taihenjutsu Ukemi Gata. Nóg að gera…;-)
Kv,
D/N