Jæja, UFC 93 fer fram í Dublin á Írlandi núna á laugardaginn 17. janúar. Þetta er í fyrsta skipti sem UFC fer fram í Dublin og kominn tími til. Ef ég man rétt rekur Dana White einmitt ættir sínar þangað. Cardið er helvíti flott og Joe Silva á heiður skilið fyrir þetta matchup. Rich Franklin gegn Dan Henderson er aðal bardagi kvöldsins. Rick fyrir UFC meistari og ég held ég fari rétt með þegar ég segi að Dan Henderson sé eini MMA titilhafinn í sitthvorum þyngdarflokkum, annars vegar í Pride (léttþungavikt, 205) og hins vegar í UFC (millivigt, 185). Hinn aðalbardaginn er auðvitað rematch The Hammer og Shogun. Miðað við hvernig síðasti bardagi þeirra fór þá hugsa ég að margir séu ekki síður spenntir fyrir þessum bardaga. En hér er cardið:
Rich Franklin Vs. Dan Henderson
Mark Coleman Vs. Mauricio Rua
Alan Belcher Vs. Denis Kang
Jeremy Horn Vs. Rousimar Palhares
Marcus Davis Vs. Chris Lytle
Undercard:
Martin Kampmann Vs. Alexandre Barros
Eric Schafer Vs. Antonio Mendes
Tomasz Drwal Vs. Ivan Serati
Tom Egan Vs. John Hathaway
Dennis Siver Vs. Nate Mohr
Ég ætla að spá þessu svona:
Henderson með KO
Rua með TKO (ekki subbar hann gamla manninn en gæti samt rotað hann.Held samt að þetta verði TKO)
Ætli maður segi ekki bara Belche á dómaraúrskurði
Palhares með submission
Svo held ég að bandaríski Írinn Davis klári Lytle þetta með TKO.
Verður maður síðan ekki að halda með Dananum? Kampmann með submission.
Schafer með dómaraúrskurði.
Drwal Vs. Serati. Common, menn með viðurnefnin “Gorilla” og “Il Terribile”! Hljómar óneitanlega eins og Alien vs. Predator. Ok, gefum bara górillunni þetta, væntanlega með submission eða GnP!
Egan Vs. Hathaway = Tom Egan er einn besti vinur Gunna í Dublin. Hef sjálfur hitt hann og fylgst með honum á æfingum. Drengur góður og ég verð að spá honum sigri. TKO.
Siver Vs. Mohr = Mohr með submission.