Þormóður tilnefndur sem íþróttamaður ársins
Júdókappinn Þormóður Árni Jónsson er eini einstaklingsíþróttamaðurinn sem tilnefndur er sem íþróttamaður ársins að þessu sinni en útnefningin fer fram í hófi á Grand hóteli Reykjavík föstudaginn 2. janúar. Þormóður er jafnframt fyrsti júdómaðurinn í sextán ár til þess að komast inn á listann. Þetta hefur verið viðburðaríkt ár hjá kappanum því tveimur vikum áður en Móði keppti í +100kg flokknum á Ólympíuleikunum í Peking fæddist honum frumburðurinn Elías Funi. Að auki varð hann Norðurlandameistari á árinu og í þriðja sæti á Opna breska meistaramótinu. Þormóður býr sig nú undir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fram fer um mánaðarmótin ágúst/september á næsta ári.