UFC Veltivigtarmeistarinn Georges St-Pierre var í gær, 22. desember 2008, valinn íþróttamaður Kanada með miklum yfirburðum en hann hlaut 89% atkvæða í kjörið.
Og það voru engir aukvisar sem St-Pierre ýtti aftur fyrir sig í kjörinu því ásamt honum voru tilnefndar stjörnur eins og NHL hokkístjarnan Jarome Iginla og fyrirliði Calgary Flames sem jafnframt varð á sínum tíma fyrsti blökkumaðurinn til að bera fyrirliðaband í NHL. Iginla var í gullverðlaunaliði Kanada á Vetrar Ólympíuleikunum 2002 og á tímabilinu 2007-2008 skoraði hann 50 mörk fyrir liðið sitt sem var í annað skiptið á ferlinum sem hann gerir það. Þess má geta að Iginla var valinn verðmætasti leikmaður NHL af leikmönnum deildarinnar fyrir nokkrum árum.
Annað stórt nafn sem laut í gras fyrir St-Pierre var hafnaboltastjarnan Justin Morneau sem leikur í Bandaríkjunum og var valinn American League Most Valuable Player fyrir tveimur árum og varð fyrsti Kanadamaðurinn til að vinna Home Run Derby í ár.
Þá má nefna tennsistjörnuna Daniel Nestor sem varð Wimbledonmeistari í ár í tvíliðaleik (sigraði einnig Hamburg Masters og Queen's Club Championships). Þess má geta að Nestor vann í fyrra til tvöfaldra gullverðlauna á Australian Open sem og gullverðlaun French Open. Þá vann hann til gullverðlauna á US Open 2004 og gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Sidney 2000.
Síðast en ekki síst sigraði St-Pierre hina gríðarvinsælu Chantal Petitclerc en hún er þekkasti fatlaðasti íþróttamaður Kanada með 14 ólympíugull, 5 silfur og 2 brons þ.a. 5 gull á Ólympíuleikunum í ár í Beijing og 5 gull á Ólympíuleikunum 2004 í Aþenu.
St-Pierre sagði eftir kjörið það vera mikinn heiður að hljóta þessi verðalaun fyrstur MMA manna. Hann óskaði jafnframt hinum tilnefndu íþróttamönnum til hamingju árangur sinn og sagði vera frábæra fulltrúa íþrótta sinna sem gerði þetta val sér enn meiri heiður en ella.