Ég held að Chuck Liddell sé ekki öfundsverður að mæta Evans núna. Evans tekur þetta örugglega held ég.
Franklin og Hamill er erfitt að segja. En fyrst að Frankln tók Lutter þá held ég að hann muni einnig klára Hamill.
Ég ætla að spá því að Yoshiyuki Yoshida sendi Karo Parisyan í draumalandið… vona það allavega. Karo varð sé enn einu sinni til skammar gegn Thiago Alves og er óþolandi og illa uppalinn hrokagikkur. Ég vona að Yoshiyuki hengi hann. Anaconda á þetta bara. Nú eða GnP, það myndi líka gera sig fyrir mig ;)
Dan Henderson vs. Rousimar Palhares. Ég bara trúi því ekki að Henderson tapi þrisvar í röð en vissulega fer að síga á seinnihlutan hjá karli og Palhares er frábær í gólfinu. En það er Henderson líka og ég ætla að spá honum sigri, þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára gamall og 10 árum eldri en Brasilíumaðurinn.
Martin Kampmann vs. Nate Marquardt gæri orðið góður bardagi. The hitman tekur þetta samt. Danskur sigur þarna á sama tíma og Gunni sigrar í Köben! ;)
Thiago Tavares vs. Kurt Pellegrino. Úff… maður spyr sig. Ég ætla í tilefni að því hversu vel nýja Batmanmyndin hefur gengið í bíó að spá bara leðurblökumanninum sigri.
Tim Boetsch vs. Michael Patt. Get nú ekki sagt að ég sé neitt sérstaklega spenntur fyrir þessum bardaga. Sá Patt einhverntímann í Bodog og hann heillaði mig ekki. Og ekki gerir Boetsch það heldur. Spái Patt sigri.
Dong Hyun Kim sigrar Matt Brown. Ég skyldi aldrei hypeið í kringum Brown í TUF. Það fór ekkert að milli mála að kappinn heillaði menn með því að taka vel á því á æfingum en því miður þá sýndi hann ekkert þegar á hólminn var komið. Dong Hyun Kim sigraði Jason Tan mjög sannfærandi í UFC 84 (því miður því ég hélt með Jason) og ég er ekki að sjá að hann tapi fyrir Brown.
Jason Lambert vs. Jason MacDonald. Ja, Jason vinnur… það er klárt! :) Og tapar, það er líka klárt. Svakalega er maður fyndinn. Jæja, Jason MacDonald örugglega tel ég. Lambert hefur ekkert sýnt síðan hann sigraði Renato Sobral (óvænt) í fyrra og ég held að hann muni ekki gera neinar rósir gegn MacDonald. Kanadískur sigur þarna.
Roan Carneiro vs. Ryo Chonan. Carneiro tapaði mjög óvænt fyrir Kevin Burns í UFC 85. Held hann hljóti að koma dýrvitlaus í þennan bardaga. Reyndar tapaði Chonan líka sínum síðasta bardaga, gegn Karo Parisyan í UFC 78 en það var þó ekkert sérstaklega óvænt. Ég ætla að spá Carneiro sigri en er þó langt frá því viss. Japaninn er heldur ekkert lamb að leika sér við.
That's it held ég ;)