Dálítið snjallt hjá Zuffa að fá Coleman aftur inn. Á pappír er hann legit andstæðingur fyrir Lesnar, með svipuð wrestling creds og er fyrrverandi meistari í þokkabót(líkt og Frank Mir), en það er greinilegt að Dana og co. er mjög svo umhugað að Lesnar verði ekki 0-2 í UFC…
Eina sem Coleman hefur nokkru sinni haft upp á að bjóða er gott wrestling og gomma af vöðvum…hann kann ekkert í standup og nánast engin submissions. Og hann er ekki að fara að out-wrestlea Brock Lesnar. Lesnar er stærri, sterkari, sneggri og yngri útgáfa af Coleman.
Væri samt skondið ef gamli jálkurinn fyndi einhverja leið til þess að vinna. Það myndi aldeilis setja strik í reikninginn hvað varðar markaðssetningu á Lesnar.