Jú, það gerir það vissulega. Til dæmis er möguleiki á því að brjóta hendina ef hún lendir undir manni (eins og Hidehiko Yoshida á ólympíuleikunum í Sydney). Það er hins vegar í flestum tilfellum manni sjálfum að kenna.
Svo virðist sem maðurinn í bláa gallanum sé að lenda beint á bakinu sem er oftast ekkert vont, það er að segja ef hann kann ukemi (fall tækni).
En þessi á myndinni gerir það líklegast ekki heldur lendir hann í svona “sveig”.
Þ.e. að frá öxlum og niður í tær myndar líkaminn form líkt og hjól sem rúllar eftir dýnunni í stað þess að skella á henni svo heildar orkan endar öll í höndunum og fótum.
En þú veist þetta, fannst það bara ekki nægilega vel orðað
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig
Takk fyrir að orða þetta betur. Eins og þú sagðir sjálfur getur verið óþægilegt ef manni er kastað og allur þunginn lendir beint á bakinu. Oftast nær maður samt að draga úr högginu.
Ef óreyndum manni væri hins vegar kastað á bakið væri það sennilega mjög óþægilegt fyrir hann. Tala nú ekki um ef honum væri kastað á harðara efni.
Mér hefur persónulega aldrei verið kastað í keppni þannig það hafi verið mjög óþægilegt. Hins vegar hefur mér verið kastað á æfingu beint á bakið og þá kannski missir maður andann í augnablik en nær sér fljótlega.
Ástæðan fyrir svari mínu var sú að fyrir áhorfendur gætu júdóköst virkað sársaukafyllri en þau í raun eru. Þannig ég vildi leiðrétta þann misskilning.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..