Ekki það að ég vilji verja Aoki sem figher, er alveg sammála að hann er pínlega one-dimensional, en ég er ekki sammála að hann hafi sýnt aumingjaskap gegn JZ.
Olnboginn hittin hann ofan á öxlina, beint á trapezoid vöðvann, og á blaðamannafundinum eftir bardagann þá var hann í fatla. Mig grunar að það sama hafi gerst hér eins og þegar Seth Petruzelli missti allan kraft í handleggnum eftir að Bob Sapp lamdi hann ofan á öxlina með hammerfist í K-1. Það er taugabúnt þarna sem að gæti vel gert það að verkum að þú missir stjórn á handleggnum tímabundið.
Var að lesa viðtal við Aoki tekið eftir bardagann þar sem hann skýrir sína hlið á málinu - hann vildi halda áfram en dómarinn sagði honum að til þess að hann gæti leyft honum það yrði hann að geta lyft handleggnum upp fyrir höfuð. Aoki gat það engann veginn og þessvegna var bardaginn blásinn af. Aoki náttúrulega hafði enga stjórn yfir hvernig bardaginn var úrskurðaður, þetta var ekki að mínu mati ólöglegt högg þar sem það fór ekki í hálsinn, og þessvegna var No Contest ekki réttur dómur. JZ átti sigurinn skilinn á TKO að mínu mati.