Það er ekki satt. Þau skilyrði sem Vadim og co settu fyrir þáttöku Fedor í UFC voru líka mjög óraunhæf og ég lái ekki Dana White að hafa ekki samþykkt þau.
Og vinnubrögð UFC í sambandi við meðferð á þeim keppendum sem þeir hafa undir samning eru þvert yfir fín. Margar af minni keppnunum á borð við EliteXC, K-1 MMA, Strikeforce o.s.frv eru alveg jafn slæm ef ekki verri. Dómgæsla og heilsueftirlit í japan er til háborinnar skammar og spilling er landlæg þar. Gary Shaw og co. hjá EliteXC eru heldur ekkert barnanna bestir þegar það kemur að því að koma vel fram við keppendur. Sjá t.d þennan þráð
http://www.sherdog.net/forums/showthread.php?t=717180 Þar sem Gary “Smiler” Turner lýsir alls óskiljanlegri hegðun EliteXC gagnvart sér.
Það er alltof auðvelt að segja bara “Dana White er hálfviti og það er allt honum að kenna” þegar flestallir þeir skandalar sem komið hafa upp innan UFC hafa verið alveg jafnmikið andstæðingum hans að kenna. Randy Couture varð sér til háborinnar skammar þegar hann LAUG upp á Zuffa að hann hefði bara fengið helminginn af lofuðum bónusgreiðslum, og Dana White sannaði á fréttamannafundi að ekki bara hefðu þeir borgað umsamda upphæð heldur hafði Randy verið búinn að leysa ávísunina út þegar hann laug upp á þá. Þegar BJ Penn stefndi Zuffa fyrir að svipta hann titlinum vegna samningsbrots þá var úrskurður dómarans að Zuffa hefði ekki gert neitt ólöglegt og að BJ hefði brotið samningskilmála sína sjálfur og gæti bara sjálfum sér um kennt.
Ég get haldið áfram í svipuðum dúr, það er alveg á hreinu að Dana White er kjaftfor og erfiður að eiga við en skíthæll og svindlari er hann ekki. Hann hefur alltaf staðið við gerða samninga.
Það má svo aftur á móti deila um hvort þeir samningar hafa verið sanngjarnir gagnvart keppendum, en það neyddi þá enginn til að skrifa undir.