Hehe gaur ertu ekki að grínast. Þetta leit út eins og einelti, ekki bardagar. Nog hafði ekkert svar við þessu og furðulegt að hann skuli hafa komist lifandi í gegnum þriðja bardagann. Hann rotaðist í smá stund í þeim bardaga en Fedor vakti hann með öðru höggi. Nákvæmlega enginn séns fyrir Nog að vinna Fedor því hann er hræðilegt matchup fyrir hann. Nog vill vera í guardinu og ná submission en Fedor er gaur sem sérhæfir sig í að lemja menn í stöppu úr þeirri stöðu, er líklega bestur í heimi í því. Hef lítinn áhgua á að sjá Fedor lemja Nog í fjórða skiptið…
Fedor er ekkert að koma sér hjá því að berjast við þá bestu. Hann hefur bara engann áhuga á að verða bitchið hans Dana White. Dana vildi láta hann skrifa undir samning þar sem hann þyrfti basically bara að hlýða öllu og mætti ekki einu sinni keppa í þjóðaríþróttinni sinni, Sambo.
Ef þú heldur að allir bestu þungarviktarmennirnir séu í UFC þá legg ég til að þú látir niður krakkpípuna. Randy Couture er ekki í UFC og verður laus undan samningum seinna á árinu, þá er líklegt að hann signi sig til M-1 og keppi við Fedor. Josh Barnett er free agent núna og talað er um að hann sé á leiðinni til M-1. Þessir tveir eru betri en allir þungarviktamennirnir í UFC.
Við hvern á Fedor að keppa í UFC?
Nogueira? Gaur sem hann hefur lamið þrisvar.
Cro Cop? Gaur sem hann hefur unnið.
Gabriel Gonzaga? Gæjann sem hefur verið laminn í síðustu 2 bardögum sínum.
Werdum? Lélegri útgáfa af Nogueira.
Cheick Congo? Gæji sem kann Muay Thai og punktur, Fedor myndi taka hann niður og submitta á innan við mínútu.
Tim Sylvia? Stór sláni sem hefur tapað 2 af síðustu 3 bardögum sínum og vann þennan eina með því að ýta mun minni andstæðingnum upp að búrinu og halda honum þar í þrjár lotur. Svo er Sylvia búinn að segja að hann ætli að hætta í UFC og fara í aðra keppni eftir síðasta bardagann á samningnum hans, sem er næsti bardagi. Talað er um að M-1 hafi gert honum tilboð.
Fedor hefur ekkert að gera í UFC núna. Þungarviktin þar er aumkunnarverð.
Bætt við 8. febrúar 2008 - 22:11
Fedor hefur sagt að hann vilji keppa við Randy. Randy hefur sagt að hann vilji keppa við Fedor.
Það eina sem tefur þennan bardaga eru Dana White og félagar. Fedor er ekki að forðast einn eða neinn.