Það er gaman að segja frá því að það er smá viðtal við Gunnar í nýjasta hefti (Febrúar 2008) Fighters Only í UK. Þar er grein sem heitir Wanderlust (Ferðaþrá) og í henni, á bls. 53, er m.a. stutt viðtal við Gunnar.
Annars staðar í blaðinu, bls. 78, er m.a. sagt frá keppninni sem hann tók þátt í 9. desember og bardagi hans við Barry Mairs er annar tveggja bardaga sem dregnir eru út í keppninni og sagt sérstaklega frá. Þar segir:
“The other performance of note was that of Icelandic welterweight ‘Shotgun’ Gunnar Nelson. At 19 years of age, his clinical dismantling of game opponent Barry Mairs showed a maturity beyond his years. With excellent positioning and balance, he used a devastatingly precise ground 'n pound game to put his opponent to sleep midway through the first round.”
Fyrir þá sem komast í blaðið vek ég einnig athygli á grein á bls. 26 sem heitir Prodigies og er eftir ritstjórann, Hywel Teague. Fjölmargar aðrar frábærar greinar eru auðvitað einnig í blaðinu.
Fighers Only er frábært tímarit og sennilega það stæsta í Evrópu um MMA. Það er eina tímaritið í UK sem eingöngu fjallar um MMA og kemur út mánaðarlega, um og yfir hundrað síður og allar í lit á gæðapappír. Febrúar blaðið er t.d. 108 síður.