Genki er hættur að keppa í MMA, allavega í bili. Hann sagði á blaðamannafundi þar sem hann tilkynnti þessa ákvörðun að hann hefði verið staddur inni á almenningsklósetti í Japan, og rekið augað í tilkynningu sem hvetur menn til að standa nálægt mígildunum, þar stóð s.s “take one step forward” - þessi speki olli gríðarlegri hugljómun hjá kalli, sem tók þessu sem merki frá örlögunum að það væri tímabært að taka næsta skrefið í lífinu og segja skilið við barsmíðar. Í staðinn ætlar hann að helga líf sitt hjálparstarfi og almennum góðverkum, enda hefur Genki alltaf verið hálfgerður hippi og predikað alheims ást og hamingju, t.d með fánunum sem hann sveiflaði alltaf eftir bardaga(“we are all one”).
Drengurinn er náttúrulega frekar skrítinn. Ef þið getið fundið einhverstaðar þýðingarnar á blogginu hans, endilega kíkið á það. Hann er greinilega með hausinn á einhverju allt öðru plani en við hin… :D