Ekki það að ég vilji setja of mikla pressu á drenginn, og reynslan sýnir að margar hindranir eru í vegi jafnvel hinna efnilegustu keppenda(t.d meiðsli), en ekki vera neitt svakalega hissa ef að Gunni verður farinn að keppa á “stóra sviðinu”(þ.e UFC) eftir kannski 2 ár. Hann er gríðarlegur íþróttamaður frá náttúrunnar hendi, og allt sem viðkemur handalögmálum virðist bara liggja svo vel fyrir honum. Matt Thornton gefur ekkert fjólublá belti svo auðveldlega frá sér, og það er bara RUGL hvað Gunni var snöggur að komast upp á það level, miðað við að hann hefur verið að æfa mest án þess að hafa brún- og svartbeltinga til að glíma við.
Einnig nýtur Gunni góðs af því að hafa fullan stuðning fjölskyldu sinnar í þessu bardagalistabrölti sínu, sem að er náttúrulega mjög mikilvægt.