Vandamálið er að strangt til tekið þá er þetta ekki hið hefðbundna “guilliotine choke”, þar sem höfuðið er fast í handakrika andstæðingins, heldur ákveðið afbrigði sem er stundun nefnt front choke eða breadbasket choke (held ég). Þar er hvirfillinn í snertingu við solar plexus svæði árásarmannsins, en ekki handakrikann…það eru til nokkur stöðluð counter við hinu “týpíska” guilliotine choke, t.d þetta:
http://www.youtube.com/watch?v=eebxB17Ozr0&mode=related&search=Það eru til fleiri afbrigði, en öll hafa þau sömu líkams “mechanics”
Öll snúast þau meira og minna um að fjarlægja allt vogarafl sem árásarmaðurinn með því að setja hann á bakið og liggja þvert á líkamann hans - þá er mjög auðvelt að sleppa með því að “crossface-a” hann(vantar ísl. þýðingu, er að setja framhandlegginn þvert á hálsinn/andlitið og búa til vogarafl þannig). Nákvæmlega hvernig þí setur hann á bakið er ekki aðalmálið, þú getur notað þetta hné-trikk, hælkrók innanfótar eða utan(ala Gunnar Nelson), high-crotch lift eðð hvað sem er í raun.
Það er ekki svo auðvelt að gera það við þetta ákveðna afbrigði. Af myndinni að dæma myndi mín skoðun vera sú að allar undankomuleiðir séu horfnar - það var kannski séns á að sleppa áður en myndin var tekin, en á þessu augnabliki þá er það of seint. Árásaraðilinn er búinn að ná réttu gripi, réttri líkamsstöðu, og snúa upp og til hliðar, s.s gera allt rétt…
Bætt við 20. september 2007 - 12:09 Já, einnig skal hafa í huga að svona mynd má aldrei taka bara í einangrun - það lendir enginn í svona taki, svona djúpt án þess að vera búinn að gera þónokkuð mörg mistök. Alltof oft halda þeir sem ekki stunda sub grappling að það sé alltaf til eitthvað “trikk” til að losa sig, en staðreyndin er bara sú að eftir að þú ert kominn í ákveðnar stöður, þá eru þér nokkurnveginn allar bjargir bannaðar - þessvegna eru þær kallaðar “lásar” - þú ert læstur inni og kemst hvergi.
Lausnin er náttúrulega sú að takast á við lásatilraunina ÁÐUR en hún er kláruð, sem þessi óheppni maður var greinilega ekki fær um að gera. Ég myndi segja að til að lenda í þessari aðstöðu þá þyrfti maður að gera svona ca. 4-6 alvarleg mistök í ákvarðanatöku.
Eins og ég hef sagt áður á þessu spjalli, ef þú hugsar um glímu sem setningu, þá er lásinn punkturinn sem endar setninguna. Punkturinn einn og sér segir þér voða lítið um inntak setningunnar. Sumir halda að þeir kunni að glíma af því að þeir “kunna fullt af lásum”. Það er eins fáránlegt og rithöfundur sem segist kunna að skrifa af því að hann er geðveikt góður í að setja punkta á blað í mismunandi útfærslum.