Sammála þessu. Við skulum heldur ekki gleyma því að þessi bardagi þar sem Josh Barnett vann Randy Couture var fyrir rúmum 5 árum síðan. Þá var Randy 39 ára en Barnett 25 ára. Auk þess var Barnett 17 pundum þyngri en Randy. Þrátt fyrir þetta vann Randy 1. lotuna örugglega og byrjaði 2. lotu á því að taka Barnett niður og var með yfirhöndina lengst af í lotunni en gerðist kærulaus undir lokin, Barnett hafði hann undir og náði G&P með Randy klesstann upp við búrið. Sumir vildu meina að þetta hefði verið of quick stoppage þar sem Randy hefði alltaf borið hendur fyrir sig en ég er reyndar ósammála því. Tel að Big John hafi gert rétt í því að stöðva þetta þótt að vísu hafi aðeins verið fáar sekúndur eftir af lotunni, ef ég man rétt.
Varðandi þá fullyrðingu að Barnett sé “betri” en Cro Cop þá er slík fullyrðing auðvitað alveg út úr kú. Josh og Mirko hafa barist þrisvar og það á síðustu þremur árum, 2004, 2005 og 2006. Í öll skiptin hefur Cro Cop sigrað örugglega, ekki síst í september á síðasta ári þegar Mirko vann örugglega með TKO í 1. lotu eftir að hafa haft yfirburði alla lotuna.